Hljómsveitin Skítamórall var stofnuð árið 1989 á Selfossi af þeim Gunna Óla, Hebba, Hanna Bach og Adda Fannari þá allir 13 ára gamlir. Þessir fjórir menn mynda kjarna hljómsveitarinnar enn þann dag í dag. Í upphafi spilaði hljómsveitin aðalega þungt rokk og tók m.a. þátt í Músíktilraunum 1992 og komst þar í úrslit. Árið 1995 fór hljómsveitin að leika léttara efni og hóf að spila á skólaböllum og á almennum dansleikjum vítt og breitt um landið. Prógrammið var fjölbreytt og var einkennismerki hljómsveitarinnar lífleg sviðsframkoma og almenn spilagleði sem leiddi til þess að fljótlega varð hljómsveitin ein vinsælasta ballhljómsveit landsins. Lög eftir sveitna fóru að hljóma í útvarpinu og plötur fóru að seljast.
Hljómsveitin hefur gefið út fimm hljóðversplötur, eina safnplötu og eina tónleikaplötu. Fjölmörg lög hljómsveitarinnar lifa góðu lífi meðal þjóðarinnar.
Fleiri en stofnmeðlimirnir fjórir hafa starfað með hljómsveitinni í gegnum árinn og ber helst að nefna þá Einar Ágúst og Karl Þorvaldsson en báðir settur þeir svip sinn á hljómsveitina. Frá árinu 2009 hefur gítarleikarinn Gunnar Þór Jónsson verið fastur meðlimur.
SKÍTAMÓRAL SKIPA Í DAG:
Gunnar Ólason – söngur & gítar
Herbert Viðarsson – bassi
Addi Fannar – gítar
Hanni Bach – trommur
Gunnar Þór Jónsson – gítar
PLÖTUR SVEITARINNAR
Súper 1996
Tjútt 1997
Nákvæmlega 1998
Skítamórall 1999
Skímó-Það besta frá Skítamóral (safnplata) 2023
Má ég sjá 2005
Ennþá 2008 (tónleikaplata)