SKÍTAMÓRALL SÍÐAN 1989

Hljómsveitin

Hljómsveitin Skítamórall var stofnuð árið 1989 á Selfossi af þeim Gunna Óla, Hebba, Hanna Bach og Adda Fannari þá allir 13 ára gamlir. Þessir fjórir menn mynda kjarna hljómsveitarinnar enn þann dag í dag.
Í upphafi spilaði hljómsveitin aðalega þungt rokk og tók m.a. þátt í Músíktilraunum 1992 og komst þar í úrslit.
Árið 1995 fór hljómsveitin að leika léttara efni og hóf að spila á skólaböllum og á almennum dansleikjum vítt og breitt um landið. Prógrammið var fjölbreytt og var einkennismerki hljóm-sveitarinnar lífleg sviðsframkoma og almenn spilagleði sem leiddi til þess að fljótlega varð hljómsveitin ein vinsælasta ballhljómsveit landsins. Lög eftir sveitna fóru að hljóma í útvarpinu og plötur fóru að seljast.

ÞÚ FINNUR TÓNLISTINA OKKAR HÉbR